List og fræði

 

Það sem spunnist hefur kringum Tyrkjaránið á seinni tímum er af mismunandi tagi - þjóðsögur, fræðirit, listaverk, heimildaskáldskapur.

Þjóđsögur og örnefni sem tengjast Tyrkjaráninu eru á vörum fólks en ýmislegt er til á prenti hér og ţar. Nefna má Íslenska ţjóđsögur og sagnir sem Austfirđingurinn Sigfús Sigfússon safnađi af mikilli elju fyrir hundrađ árum.

Sigfús M. Johnsen skrifađi margt um Tyrkjarániđ, m.a. í Sögu Vestmannaeyja og í heimildaskáldsögu um rániđ sem hann kallađi Herleiddu stúlkuna.

Rómantísk viðhorf til hins framandlega, fjarlæga og háskalega sem Tyrkjaránið fól í sér skiluðu sér m.a. í fyrstu tilrauninni til að semja íslenska óperu. Hana frömdu Einar Bendiktsson skáld og Sveinbjörn Sveinbjörnsson tónskáld og kölluðu Óttar Serkjahersi.

Allmörg myndlistarverk hafa haft Tyrkjarániđ ađ viđfangsefni. Guđríđur Símonardóttir varđ Kjarval ađ yrkisefni í málverki og Ragnhildur Stefánsdóttir gerđi höggmynd til minningar um hana. Ţorvaldur Skúlason gerđi drög ađ stóru málverki umTyrkjarániđ fyrir sögusýningu viđ lýđveldisstofnunina 1944.

Eitt mest lesna ritiđ um Tyrkjarániđ heitir einfaldlega Tyrkjarániđ og er eftir Jón Helgason sem lengi var ritstjóri Tímans og tók saman ýmis frćđirit, ţ.á.m. Öldina sautjándu. Jón gaf frásögninni blć skáldskapar og litađi hana persónulegum dráttum.

Steinunn Jóhannesdóttir leikkona og rithöfundur hefur um árabil helgađ sig rannsókn, ritun og skáldskap um Guđríđi Símonardóttur. Hún hefur skrifađ leikritiđ Heimur Guđríđar og heimildaskáldsöguna Reisubók Guđríđar Símonardóttur.

Úlfar Þormóðsson hefur skrifað blaðagreinar og gert útvarpsþáttaröð um Tyrkjaránið þar sem hann veltir fyrir sér ýmsu sem frumheimildirnar segja ekki frá, t.d. afdrifum Íslendinga í Norður-Afríku gegnum aldirnar.

Í sýningunni Æsa, ljóð um stríð, er fjallað um árekstur menningarheima, um ofbeldi, ljótleika, sannleika og fegurð. Höfundar verksins eru Lára Stefánsdóttir (dans), Þór Tulinius (saga) og Guðni Franzson (tónlist).

Nokkrir frćđimenn hafa fengist viđ Tyrkjarániđ frá mismunandi sjónarhornum. Upplýsingar um mörg frćđirit, sem ađ gagni mega koma, er ađ fá í ritgerđ Ţorsteins Helgasonar, Stórtíðinda frásögn.

Ţorsteinn Helgason hefur fengist viđ Tyrkjarániđ í rćđu, riti og mynd.

  1. 1995. Hverjir voru Tyrkjaránsmenn? Saga. Tímarit Sögufélags, XXXIII. S. 110-134.
  2. 1996. Stórtíđinda frásögn. Heimildir og sagnaritun um Tyrkjarániđ á Íslandi áriđ 1627. Háskóli Íslands. Reykjavík/Kaupmannahöfn/Lundur. Magistersritgerđ. 148 bls.
  3. 1997. Historical Narrative as Collective Therapy: the Case of the Turkish Raid in Iceland. Scandinavian Journal of History. 4. S. 276-289.
  4. 1997. Fleiri sluppu úr höndum Tyrkja en taliđ var. Morgunblađiđ. 29. maí. Bls. 37. (Viđtal viđ ŢH.)
  5. 1998. Íslendingar keyptir heim í kjölfar Tyrkjaráns. Íslenska söguţingiđ 28.-31 maí 1997. Ráđstefnurit I. Sagnfrćđistofnun Háskóla Íslands og Sagnfrćđingafélag Íslands. Reykjavík. S. 331-342.
  6. 2002. Tyrkjarániđ. Heimildamynd fyrir sjónvarp í ţrem hlutum, 3 x 44 mínútur. (Höfundur og stjórnandi.) Seylan ehf.